EN

15. október 2018

Laus staða fjármálafulltrúa

Fjármálafulltrúi annast samskipti við Fjársýslu ríkisins f.h. SÍ og sér um uppgjör tónleika og gerð rekstraráætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra. Hann hefur umsjón með launakeyrslum og tímafærslum, ásamt afgreiðslu reikninga.  Fjármálafulltrúi hefur að auki umsjón með eignaskrá og vörslu sérsjóða auk annarra fjölbreytilegra verkefna skv. beiðni yfirmanns hverju sinni.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum og yfirgripsmikla þekkingu á fjárhags- og mannauðskerfinu ORACLE/Orri og öðrum kerfum fjársýslunnar. Framhaldsmenntun í bókhaldi og uppgjöri s.s. próf til viðurkennds bókara er æskilegt.  Áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og fagmennsku í vinnubrögðum, skipulagshæfni og metnað til árangurs í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október nk., en starfsbyrjun verður frá og með 1. janúar nk.  Starfskjör verða skv. kjarasamningi SFR. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ www.stra.is.


Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf.
 veitir nánari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl. 13-15, alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið starfsferilskrár til stra@stra.is ásamt viðeigandi gögnum.