EN

  • ashkenazy_forsida

22. júlí 2009

Opið hús laugardaginn 5. september

Tónleikar með Ashkenazy og opin æfing með Maxímús.
Allir velkomnir og frítt inn.

Nú er sextugasta starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands að hefjast og við bjóðum öllum á opið hús í Háskólabíói laugardaginn 5. september. Efnisskrá starfsársins verður kynnt og börnum og fullorðnum skemmt með tónlist og uppákomum.

Kynnir: Valur Freyr Einarsson  

Komdu í heimsókn og fáðu kaffi, kleinur og góð ráð um val á tónleikum vetrarins. Miðasalan er opin og hægt að ganga frá kaupum á kortum og miðum á tónleika starfsársins.

Kl. 13.15
Tónleikar -Ashkenazy
Ashkenazy feðgar og Sinfónían í stóra salnum. Athugið að salnum er lokað þegar tónleikar hefjast.

Kl. 13.15
Tónlistarsmiðja barnanna
Tónlistarsmiðja barnanna í hliðarsal nr. 2 þar sem börnin skapa tónverk í sameiningu undir leiðsögn Þórdísar Heiðu og Hildar tónlistakennara.

Kl. 14.00
Opin æving á Maxímús Músíkús
Opin æfing á nýju ævintýri með Maxímús Músíkús í stóra salnum.

Kl. 14.00
Chopin og Schumann
Vladimir Ashkenazy og Árni Heimir ræða afmælisbörnin Chopin og Schumann í hliðarsal nr. 1.