EN

  • tonsproti_kynnir_stor

22. apríl 2012

Barnastund með Sinfóníunni

laugardaginn 28. apríl kl. 11.30


Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á barnastund laugardaginn 28. apríl kl. 11.30 sem er sértaklega ætluð yngstu hlustendunum á aldrinum tveggja til fjögurra ára. Í Barnastundinni flytur hljómsveitin létta og skemmtilega tónlist í u.þ.b. 30 mínútur sem er sniðið að þeim hópi barna sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Barnastundin er haldin í opna rýminu fyrir framan Eldborg á annari hæð í Hörpu. Kynnir er trúðurinn Barbara og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Vinsamlega takið með ykkur púða til að sitja á.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.