EN

8. desember 2012

Jólagjörningur í Kringlunni

Verslunarferðin í Kringlunni sl. föstudag breyttist skyndilega í himneskt tónaflóð. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðu komið sér fyrir með hljóðfærin víðsvegar í Kringlunni. Fyrstur stillti bassaleikari sér upp og byrjaði að spila á miðju gólfi og smám saman flykktust fleiri hljóðfæraleikarar að honum og fyrr en varði var komin fullskipuð hljómsveit. Meðal áheyrenda leyndust  kórmeðlimir úr kór Áskirkju og kór Neskirkju sem skyndilega brustu út í söng með hljómsveitinni.  Fluttur var Hallelúja-kórinn eftir Händel við góðar  undirtektir allra viðstaddra.

Fyrr í vikunni höfðu Sinfóníuhljómsveit Íslands og kór Áskirkju flutt Messías eftir Händel á tvennum aðventutónleikum í Hörpu.