EN

8. júlí 2013

Anna Sigurbjörnsdóttir ráðin tónleikastjóri

Anna Sigurbjörnsdóttir hefur verið ráðin tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá og með 15. ágúst næstkomandi.

Anna lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1991 og Cand.mag. gráðu frá Tónlistarháskólanum í Osló árið 1995. Sem hornleikari hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi um árabil sem lausamaður í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1988, leikið með hljómsveit Íslensku óperunnar frá 1990  og í sýningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Auk þessa hefur Anna víðtæka reynslu af tónlistarkennslu og komið að skipulagningu ýmissa tónlistarviðburða í gegnum árin.

Anna lauk nýverið meistaraprófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.