EN

  • skalmold_stor

20. september 2013

Aukatónleikar á Skálmöld og SÍ

Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitin Skálmöld sameina krafta sína á tónleikum í Eldborg í lok nóvember. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður magnað að sjá þessar tvær kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði.

Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson færir víkingaskotinn þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning.

Sala á tónleikana fór ótrúlega vel af stað og uppselt er á tvenna tónleika 28. og 29.nóvember. Nú hefur verið bætt við enn einum aukatónleikum laugardaginn 30. nóvember kl. 17.00 og heft miðasala á tónleikana  20. september kl.12.00.