EN

  • ungsveit_listi

1. október 2013

Ungsveit SÍ á tónleikum 6. október

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur tónleika í Eldbog í Hörpu sunnudaginn 6. október kl. 17.00. Hljómsveitin er skipuð tæplega hundrað ungmennum úr tónlistarskólum landsins.

Ungsveitin flytur Karnival í Róm eftir Hector Berlioz, Sellókonsert Elgars og  La mer eftir  Debussy.
Einleikari og sérstakur gestur Ungsveitarinar er hinn margrómaði sellóleikari Sæunn Þorsteinsdóttir og stjórnandi er Petri Sakari, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Ungsveit SÍ var stofnuð ári 2009 til þess að gefa lengra komnum tónlistarnemum tækifæri til að starfa í umhverfi atvinnutónlistarmanna. Ungsveitin er hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er óhætt að segja að iðulega skapist mögnuð stemning á tónleikum hljómsveitarinnar.

Þetta eru tónleikar sem áhugamenn um framtíð íslenskar tónlistar láta sig ekki vanta á.

 Nemendur og fólk undir 25 ára aldri fær 50% afslátt af miðaverði í miðasölu Hörpu.