EN

27. nóvember 2002

Jólaóratóría Bachs í heild sinni

Hörður Áskelsson stýrir flutningi á Jólaóratóríu Bach Það er freistandi að viðhafa stór og mikil lýsingarorð þegar fjalla á um Aðventutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 5. til 7. desember. Á efnisskránni er Jólaóratóría Bachs sem verður flutt með fulltingi Mótettukórsins, undir stjórn Harðar Áskelssonar og einvalaliði söngvara. Þetta eru þau Monica Groop frá Finnlandi, Andreas Scmidt frá Þýskalandi og íslensku stórsöngvararnir Gunnar Guðbjörnsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir . Það er sannkallað tilhlökkunarefni að sjá alla þessa listmenn vinna saman og fágætt tækifæri að geta hlýtt á Jólaóratóríuna alla á tveimur dögum. Fyrirkomulag tónleikanna verður á þá vegu að kantötur 1 – 3 verða leiknar á tónleikunum 5. og 7. desember en kantötur 4 – 6 þann 6. desember og þeim er vilja kaupa miða á tvö kvöld til að heyra allt verkið býðst 25% afsláttur. Von er á Monicu Groop og Andreas Schmidt til landsins um helgina og æfingar hefjast mánudaginn 2. desember í Hallgrímskirkju og verða sem hér segir: Mán 2. desember kl. 19.30 (kvöldæfing) Þri 3. desember kl. 19.30 (kvöldæfing) Mið 4. desember kl. 09.30 (morgunæfing) Fim 5. des – generalprufa kl. 11.30 Fös 5. des – generalprufa kl. 11.30 UPPLÝSINGAR UM SÖNGVARA Monica Groop hefur eigin heimasíðu: http://www.monicagroop.com/ Upplýsingar um Andreas Schmidt má finna hér: http://www.bach-cantatas.com/Bio/Schmidt-Andreas.htm Á söngvaravef Íslensku óperunnar eru æviágrip Gunnars Guðbjörnssonar http://opera.is/article.asp?catID=15&artId=79