EN

30. september 2015

Nýr hljómdiskur

Nýlega kom út hjá CHANDOS útgáfufyrirtækinu nýr hljómdiskur með leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Um er að ræða 6. og síðasta diskinn í röð undir stjórn Rumon Gamba þar sem hljómsveitin leikur heildarsafn hljómsveitarverka franska tónskáldsins Vincent d'Indy. Fyrri diskarnir í röðinni hafa fengið mikið lof og má geta þess að sá fyrsti hlaut tilnefningu til Grammy-verðlauna.

Á hljómdisknum eru 5 verk tónskáldsins: Wallenstein, Op. 12, Prelude to Act 3 of Fervaal, Op. 40, Sérénade et Valse, Op. 28, Suite dans le style ancien, in D major Op. 24 for trumpet, two flutes and stringquartet og Lied, Op. 19 en þar leikur Bryndís Halla Gylfadóttir einleik á selló.

Hljómdiskar Nánar