EN

26. nóvember 2015

Nýtt myndband: Þórunn Ósk Marinósdóttir

Sinfóníuhljómsveitin frumsýndi nýlega nýtt myndband sem kynnir Þórunni Ósk Marinósdóttir, leiðandi víóluleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Myndbandið er annað í röðinni sem gerð verða í vetur og veita innsýn í fjölbreytt starf hljómsveitarinnar.

„Það er bara svo stórkostlegt fyrirbæri, sinfónía, svolítið eins og í arkitektúr, kastali eða höll,“ segir Þórunn meðal annars í myndbandinu.

Myndbandið er unnið af Jónsson og Le‘macks fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands en það var tekið upp vorið 2015, meðal annars á æfingum og tónleikum þegar Sinfóníuhljómsveitin lék forleikinn að Rómeó og Júlíu eftir Pjotr Tsjajkovskíj.

Myndbandið má sjá hér að neðan.