EN

30. september 2004

Sinfónían í samtímanum - umræðufundur Vinafélags Sí 4. október

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands efnir til umræðufundar í Iðnó mánudagskvöldið 4. október kl. 20.00 um hlutverk Sinfóníunnar í samtímanum. Reynt verður að velta upp ýmsum áhugaverðum spurningum: Hvers konar tónlist á Sinfónían að spila? Hvert á að vera hlutfall þekktra verka og lítt þekktra? Hvert á að vera vægi íslenskrar tónlistar? Á hljómsveitin að laga sig að óskum áheyrenda eða fylgja sinni eigin menningarpólitík? Hvernig getur Sinfónían best verið hljómsveit allra landsmanna? Er henni gert kleift að sinna sínu lögboðna hlutverki? +++ Frummælendur eru: Arnþór Jónsson, tónlistarmaður og tónlistarkennari Hjálmar H. Árnason, tónskáld og rektor Listaháskóla Íslands Jónas Sen, tónlistarmaður og gagnrýnandi Sigfríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar tónverkamiðstöðvar Auk þess mun Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands taka þátt í pallborðsumræðum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.