EN

4. október 2004

Fyrstu tónleikar TÓNSPROTANS á laugardaginn

TÓNSPROTINN er glæný, fjögurra tónleika fjölskylduröð sem hefur göngu sína á laugardag. Yfirskrift tónleikanna „Á ferð og flugi“ vísar til fjölþjóðlegrar efnisskrár sem er í raun eins konar ferðalag í tónum. Fararstjórinn er Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri SÍ og verður víða komið við, í Rússlandi, Kína, Bandaríkjun, á Spáni og að sjálfsaögðu á Íslandi svo eitthvað sé nefnt. +++ Verði er stillt í hóf á tónleikunum, miðaverð er aðeins 1000 krónur fyrir börn og 1500 krónur fyrir fullorðna. Hægt er að tryggja sér alla tónleikana fjóra í áskrift sem kostar þá aðeins 3400 fyrir börn og 5100 fyrir fullorðna. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar og aðrir sem vilja upplifa skemmtilegar stundir með smáfólkinu ættu því að hafa fengið kærkomið tækifæri til þess að tryggja sér og sínum skemmtilega samveru á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. EFNISSKRÁ: Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Malcolm Arnold: Tam O’Shanter, op. 51 Johannes Brahms: Ungverskur dans nr. 5 Manuel de Falla: Elddansinn úr El amor brujo Sergej Prokofíev: Troika úr Kítsje lautinanti Pjotr Tsjajkovskíj: Kínverskur dans úr Hnotubrjótnum Aaron Copland: Hoe-Down úr Rodeo Alberto Ginastera: Malembo úr Sveitadönsum Atli Heimir Sveinsson: Kvæðið um fuglana Nikolaj Rimskíj-Korsakov: Úr Scheherazade