EN

4. október 2004

Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur og 5. sinfónía Sjostakovitsj hljómar á fimmtudag

"Með fimmtu sinfóníunni fann Shostakovitsj loksins hinn vandrataða meðalveg. Hann hafði samið tónverk sem féll yfirvöldum í geð en var engu að síður sönn lýsing á þeim veruleika sem hann og milljónir annarra bjuggu við. Og sýndi um leið fram á meistaraleg tök sín á hinu sinfóníska formi, með því að skapa eina stórfenglegustu sinfóníu allra tíma." Þannig kemst Árni Heimir Ingólfsson að orði í efnisskrá. Auk sinfóníunnar mun verða á dagskrá tónleikanna Russian Funeral eftir Benjamin Britten og Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem Ólafur Kjartan Sigurðarson mun syngja.