EN

11. október 2004

Freddy Kempf leikur Keisarakonsertinn undir stjórn Rumon Gamba 14. október

Efnisskrá tónleika vikunnar hjá Sinfóníuhljómsveitinni er sérlega glæsileg. Einn af athyglisverðari einleikurum heimsins í dag, Freddy Kempf, kemur til þess að leika einn stórkostlegasta píanókonsert Beethovens, þann 5, Keisarakonsertinn. Eftir hlé mun hljómsveitin sannarlega láta ljós sitt skína í flutningi á "Hetjulífi" eftir Richard Strauss. Það er aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba sem stýrir tónleikunum. Efnisskráin er komin á netið.