EN

13. október 2004

Landsbankinn styrkir Sinfóníuhljómsveitina um 25 milljónir króna til tónleikaferða

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Lands - bankans, tilkynnti á æfingu hljómsveitarinnar í gær að bankinn hyggðist styðja við bakið á útrás SÍ á næstu þremur árum með 25 milljóna króna styrk. Þetta rausnarlega framlag Landsbankans skapar hljómsveitinni raunverulegan grundvöll til slíkra tónleikaferða og var Björgólfi fagnað með dynjandi lófataki þegar hann hafði lokið máli sínu. Eins og kom fram í máli hans lítur hann á það sem samfélagslega skyldu stórra fyrirtækja að greiða götu íslenkrar menningar og aukna útrás íslenskra fyrirtlækja eigi að nýta til að ryðja brautina fyrir íslenkt listafólk. Það ríkir því mikil gleði í herbúðum hljómsveitarinnar þessa dagana og ástæða til þess að tíunda þær þakkir sem Þröstur ólafsson framkvæmdastjóri SÍ, færði Landsbankanum og Björgólfi við þetta tækifæri í gær. Takk fyrir okkur!