EN

11. september 2006

Kristallinn. Ný kammertónleikaröð hefur göngu sína laugardaginn 16. september

Á komandi starfsári bryddar Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á spennandi nýjung. Ný tónleikaröð hefur göngu sína og sú hefur fengið nafnið Kristall. Röðin samanstendur af 6 kammertónleikum í Listasafni Íslands. Á tónleikunum munu ýmsir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar koma fram og leika kammertónlist úr ýmsum áttum. Tónleikarnir verða um það bil klukkustund á lengd og verði verður stillt í hóf. Hægt er að kaupa alla tónleika raðarinnar í áskrift og áskrifendum okkar bjóðum við enn hagstæðari kjör. Á fyrstu tónleikunum sem verða nú á laugardag, verða flutt Passacaglia (útsett fyrir fiðlu og selló af Johan Halvorsen) eftir Händel og Septet í Es-dúr op. 20 fyrir klarinett, fagott, horn, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa eftir Beethoven. Flytjendur eru Einar Jóhanesson á klarinett, Rúnar Vilbergsson á fagott, Joseph Ognibene á horn, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu, Helga Þórarinsdóttir á víólu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Hávarður Tryggvason á kontrabassa. +++ Næstu tónleikar í röðinni verða sem hér segir 21. október 4. nóvember 10. mars 14. apríl 19. maí Nánar verður greint frá efnisskrá og einleikurum síðar. Miðaverð1500 kr. Áskriftarverð er 7650 kr. Verð til áskrifenda er 7200.