EN

25. september 2006

Norrænir músíkdagar á Íslandi 5.-14. október

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar fagnar 118 ára afmæli sínu árið 2006. Hátíðin hefur verið miðpunktur í Norrænu tónlistarlífi en jafnframt verið einn mikilvægasti vettvangur fyrir nýja norræna tónlist. NMD er hátíð Norræna tónskáldaráðsins en í því eiga öll norrænu tónskáldafélögin aðild. Hátíðin, sem fer fram í Reykjavík frá 5. – 14. október.verður sú viðamesta frá upphafi. Sinfóníuhljómsveit Íslands lætur ekki sitt eftir liggja og helgar hátíðinni tónleika sína þann 5. október næstkomandi. Á tónleikunum verða leikin verk Þuríðar Jónsdóttur, Bent Sörensen, Kent Olafsson og Tommi Kärkkänien. Hljómsveitarstjóri er Franck Ollu, einsöngvarar verða þær Loré Lixenberg og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Einnig koma fram Saxafónkvartett Stokkhólms og gítarleikarinn Stefan Östersjö. Miðasala á tónleikana er hafin á heimasíðu hljómsveitarinnar. Efniskrá hátíðarinnar er að finna á vefslóðinni: http://www.listir.is/nmd06/