EN

1. nóvember 2006

Bíódagar Sinfóníuhljómsveitarinnar

Framundan eru “bíódagar" hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þrjár stórkostlegar þöglar kvikmyndir verða sýndar í Háskólabíói við undirleik hljómsveitarinnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kvikmyndasafnið hafa boðið upp á þessa skemmtun í ríflega áratug. Að þessu sinni hefst veislan fimmtudaginn 9. nóvember þegar sýnd verður kvikmyndin Intolerance, sem var gerð árið 1916. Myndin er einfaldlega stórvirki í ljósi kvikmyndasögunnar. Efniviður hennar er sóttur í fjögur söguleg tímabil sem öll fjalla um hörmulegar afleiðingar af óþoli mannsins: Babylon til forna, krossfesting Krists, Frakkland miðalda og Bandaríkin í byrjun 19. aldar. bandaríska tónskáldið Carl Davies hefur samið tónlistina við myndina. Á laugardag er komið að Charles Chaplin að heilla bíógesti en tvær kvikmynda hans verða á dagskrá, The Kid og Idle Class. Chaplin samdi sjálfur tónlist við kvikmyndir sínar. Hann las ekki nótur en fékk aðstoð við að koma humyndum sínum á blað. Hljómsveitarstjóri er Frank Strobel frá Þýskalandi sem hefur sérh´æft sig í að stjórna flutningi tónlistar við undirleik þögulla mynda.