EN

15. október 2008

Japansför frestað

Fyrirhugaðri ferð Sinfóníuhljómsveitarinnar til Japan hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan eru áhyggjur skipuleggjenda og kostenda í Japan af áhrifum bankakreppunnar hér sem relendis. Óneitalega hefur neikvæð fréttaumfjöllun um Ísland og Íslendinga í kjölfar hruns bankakerfisins haft sín áhrif. Þetta eru hljómsveitinni vitaskuld mikil vonbrigði, enda ferðin ein sú viðamesta sem skipulögð hefur verið og undirbúningur staðið í um tvö ár. Að sjálfsögðu verða tónleikarnir sem hugsaðir eru sem undirbúningur fyrir ferðina haldnir eftir sem áður. Um er að ræða áskriftartónleika í rauðu röðinni á fimmtudagskvöldið (16. okt), tónleika á föstudagskvöldið og á laugardag kl. 17. Á tónleikunum verða fluttar sinfóníur Sibeliusar og fiðlukonsert hans að auki. Stjórnandi er Petri Sakari og einleikari í fiðlukonsertinum er Sigrún Eðvaldsdóttir. Þjóðinni boðið á föstudag og laugardag Ákveðið hefur verið að bjóða þjóðinn á tónleikana á föstudag og laugardag, meðan húsrúm leyfir. Af gefnu tilefni skal tekið fram að þetta boð gildir ekki á tónleikana á fimmtudag.