EN

  • imageCA5XW72L

23. nóvember 2010

Mynd- og hljóðdiskur með Hjaltalín og Sinfó

Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveit Íslands héldu saman tónleika í Háskólabíói sumarið 2010. Óhætt er að fullyrða að tónleikarnir slógu rækilega í gegn því salurinn var meira en troðfullur á þremur töfrandi tónleikum, þar sem hvert sæti var löngu uppselt.

Tónleikarnir voru teknir upp og komnir hér út í hátíðarútgáfu undir heitinu Alpanon. Óhætt er að fullyrða að útgáfan á sér fáar hliðstæður, ef einhverjar, enda var beitt nýstárlegum leiðum við vinnslu á bæði mynd og hljóði. Við uppsetningu á tónleikunum og í útsetningu laganna var leitast við að sameina þessar tvær hljómsveitir, í stað þess að þetta væru tónleikar tveggja mismunandi hljómsveita. Þarna á milli áttu ekki að vera neinir múrar. Við hlustun/áhorf á Alpanon fær hlustandinn/ áhorfandinn líka sömu tilfinningu; hann er settur beint upp á mitt sviðið í Háskólabíói og fær tónlistina beint í æð.

Með tónum mála Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveit Íslands litríkar myndir, bæði bjartar og djúpar, og beitir til þess alls kyns lymskulegum brögðum sem felast ekki síst í því að sækja sér föng víða að og setja ímyndunaraflinu engin mæri. Hér eru stórar og flóknar útsetningarnar órjúfanlegur hluti poppsmíðanna sjálfra, þar leynast laglínur og krókar sem eru ekki síður mikilvægir en gítarhljómar og söngur.

Á tónleikum gafst Hjaltalín færi á að vinna með fleiri tónliti en nokkru sinni fyrr og gera sem mest úr hverri hugmynd en lagalistinn innihélt lög af báðum breiðskífum Hjaltalín auk nýrra laga. Afrakstursins getur nú hver sem vill notið heima í stofu.

Í fyrsta sinn á Íslandi er hægt að hlaða niður plötu á netinu þar sem bæði fylgir mp3 og HD video (www.tonlist.is)