EN

Landshorna á milli - Vestmannaeyjar

Tryggðu þér besta verðið með 20% afslætti með því að kaupa miða á ferna tónleika eða fleiri – Regnbogakort
Dagsetning Staðsetning Verð
1. mar. 2017 » 19:30 » Miðvikudagur Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Aðgangur ókeypis

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Vestmannaeyja með glæsilega dagskrá í farteskinu í byrjun mars. Hljómsveitin heldur tónleika í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum 1. mars kl. 19.30 og skólatónleika næsta dag. Einleikari í hinum víðfræga fiðlukonserti Tsjajkovskíjs verður Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari SÍ, en hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. Auk fiðlukonsertsins flytur hljómsveitin slavneskan dans eftir Antonín Dvořák, syrpu vinsælla laga eftir Eyjamanninn Oddgeir Kristjánsson, og sinfóníu nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven.

Í för með Sinfóníuhljómsveitinni verður músin knáa Maxímús Músíkús en sívinsælt ævintýrið um Maxa og hljómsveitina verður á dagskrá á skóla- og barnatónleikum Sinfóníunnar kl. 10:30 á fimmtudeginum 2. mars. Sigurður Þór Óskarsson leikari er sögumaður tónleikanna en höfundur ævintýrsins, Hallfríður Ólafsdóttir, stjórnar hljómsveitinni.

Ferðalagið er eins konar endapunktur tónleikaferðarinnar „Landshorna á milli“, en haustið 2015 lék Sinfóníuhljómsveitin fyrir fullu húsi á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.

Sækja tónleikaskrá