EN

Píanókonsertar Beethovens III

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
1. feb. 2018 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.500 kr.

Píanósnillingurinn Paul Lewis er einn helsti Beethoven-túlkandi samtímans og lokar nú Beethoven-hringnum með þriðju heimsókn sinni til Íslands á skömmum tíma. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart og Beethoven, síðustu verk þeirra í greinum píanókonserts annars vegar og sinfóníu hins vegar. Keisarakonsert Beethovens er stórfengleg tónsmíð enda nafngiftin komin til af því að hann þótti „keisari konsertanna“. Þótt tónlistin sé kraftmikil samdi Beethoven verkið í skugga Napóleónsstríðsins og lýsti sjálfur ástandinu í Vínarborg þannig að þar væru „fallbyssudrunur og mannleg eymd hvert sem litið er“.

Júpíter-sinfónía Mozarts var sú síðasta sem hann samdi. Verkið er allt hið glæsilegasta og þykir til marks um einstaka tónsmíðakunnáttu hans. Þó glímdi hann einnig við erfiðleika meðan á smíði verksins stóð og þurfti að slá vini sína um lán til þess að láta enda ná saman. Breski stjórnandinn Matthew Halls er orðinn íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur og hefur náð frábærum árangri með hljómsveitinni. 

 

Sækja tónleikaskrá