EN

Uppáhalds aríur

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
22. sep. 2016 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 2.500 - 7.200 kr.
  • Efnisskrá

    W.A.Mozart: Cosi fan tutte, forleikur
    W.A. Mozart: Soave sia il vento, tríó úr Cosi fan tutte
    W.A. Mozart: Parto, parto, aría úr La clemenza di Tito
    Hector Berlioz: Beatrice et Benedict, forleikur
    Jacques Offenbach: Barcarolle, dúett úr Ævintýrum Hoffmanns
    Jules Massenet: Pourquoi me reveiller, aría úr Werther
    Georges Bizet: Au fond du temple saint, dúett úr Perluköfurunum
    Charles Gounod: Ah! Je veux vivre, aríetta úr Rómeó og Júlíu
    Richard Wagner: Tannhäuser, forleikur
    Richard Wagner: O du mein holder Abendstern, aría úr Tannhäuser
    Giacomo Puccini: Un bel di vedremo, aría úr Madama Butterfly
    Giuseppe Verdi: La Donna e mobile, aría úr Rigoletto
    Giuseppe Verdi: Parigi o cara, dúett úr La Traviata
    Giuseppe Verdi: Bella figliga dell’amore, kvartett úr Rigoletto

  • Hljómsveitarstjóri

    Leo Hussain

  • Einsöngvarar

    Ingibjörg Guðjónsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Agnes Thorsteins, Elmar Gilbertsson og Oddur Arnþór Jónsson

Tónleikakynning » 22. sep. kl. 18:00

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til óperuveislu þar sem heimskunnar aríur, dúettar og tríó hljóma ásamt vinsælum óperuforleikjum. Meðal þess sem hér hljómar eru dúettinn úr Perluköfurum Bizets, aríur úr Tannhäuser og Madama Butterfly, bátssöngurinn úr Ævintýrum Hoffmanns og kvartettinn frægi úr Rigoletto.

Einsöngvarar eru allir í fremstu röð íslenskra söngvara. Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur hrifið landsmenn með tilfinninganæmum söng sínum um árabil. Elmar Gilbertsson og Oddur Jónsson eru meðal hæfileikaríkustu karlsöngvara af yngri kynslóðinni og starfa mikið erlendis um þessar mundir. Lilja Guðmundsdóttir hefur sungið við góðan orðstír bæði hér heima og í Vínarborg, og þar stundar einnig nám Agnes Thorsteins sem vakið hefur mikla athygli fyrir sönghæfileika sína á undanförnum árum.

Leo Hussain er aðalstjórnandi við óperuna í Rúðuborg og hefur stjórnað við mörg af frægustu óperuhúsum heims, til dæmis Covent Garden, Glyndebourne og Staatsoper í Berlín. Hann stýrði frábærum Mozart-tónleikum með SÍ fyrir tveimur árum og hlaut þegar í stað boð um að snúa aftur á sviðið í Eldborg. 

Sækja tónleikaskrá