EN

Fréttasafn (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

20. nóvember 2023 : Einstakar jólastundir

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á einstökum jólastundum í Hörpu 11. og 12. Desember næstkomandi. Nemendur úr vinaskólum hljómsveitarinnar, Klettaskóla, Arnarskóla og leikskólanum Sólborg ásamt nemendum af táknmálssviði Hlíðaskóla og börnum og ungmennum í Blindrafélaginu eru gestir á jólastundunum. 

Lesa meira

20. nóvember 2023 : Upplifun í jólapakkann

Gjafakort Sinfóníunnar fást hér á vefnum og í miðasölu Hörpu. Þau eru tímalaus og renna ekki út.

Með gjafakortinu geta tónlistarunnendur á öllum aldri valið tónleika úr dagskrá Sinfóníunnar, t.d. hátíðlega Vínartónleika, Harry Potter kvikmyndatónleika, Mahler nr. 3 eða hvað sem hæfir áhuga og smekk. Settu upplifun í jólapakkann.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um gjafakortið.

Lesa meira

17. nóvember 2023 : Minningarorð um Reyni Sigurðsson

Við minnumst Reynis Sigurðssonar sem lést 2. nóvember síðastliðinn. Reynir var einstaklega hæfileikaríkur og fjölhæfur tónlistarmaður og einstakt prúðmenni. Hann starfaði sem slagverksleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1959, hlaut fastráðningu 1969 og lét af störfum árið 2001.

Lesa meira

6. nóvember 2023 : Undrabarnið sem fór í uppreisn

Leila Jozefowicz hefur verið í fremstu röð fiðluleikara heimsins um árabil. Eftir að hafa skotist upp á stjörnu­himininn sem unglingur á tíunda áratugnum með helstu rómantísku glæsiverkum fiðlubókmenntanna fór hún í auknum mæli að helga sig nýrri tónlist. Í dag hefur hún frum­flutt fjölmarga konserta eftir helstu tónskáld okkar tíma og veit ekkert skemmtilegra en að leyfa áheyrendum sínum að heyra eitthvað alveg nýtt.

Lesa meira

1. nóvember 2023 : Sinfóníukvöld í Sjónvarpinu


Upptaka frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með píanóleikaranum Kirill Gerstein voru á dagskrá RÚV miðvikudaginn 1. nóvember. Á efnisskrá var þriðji píanókonsert Rakhmanínovs og blue cathedral eftir Jennifer Higdon. Hljómsveitarstjóri var Stéphane Denève. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullu húsi í Eldborg 26. október síðastliðinn.  


Smelltu hér til þess að horfa á tónleikana.

Lesa meira

1. nóvember 2023 : Nýr grænn leiðarvísir fyrir norrænar sinfóníuhljómsveitir

Út er kominn nýr grænn leiðarvísir fyrir norrænar sinfóníuhljómsveitir sem var unninn í samvinnu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, DEOO - samtök sinfóníuhljómsveita í Danmörku, BARC Scandinavia og Bæredygtigt Kulturliv.

Lesa meira

5. október 2023 : Sinfóníukvöld í Sjónvarpinu

Upptaka frá útgáfutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar voru á dagskrá RÚV í gærkvöldi. Á tónleikunum, sem fram fóru 28. september var nýrri hljómplötu sveitarinnar með verkum Jóhanns Jóhannsonar, A Prayer to the Dynamo, fagnað. 
Hér má horfa á upptökuna

Næsta Sinfóníukvöld á RÚV er á dagskrá miðvikudaginn 1. nóvember. 

Lesa meira

2. október 2023 : Tónleikatvenna með Önnu Þorvaldsdóttur í vikunni

Í vikunni verður samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld fagnað með sérstakri Önnu-hátíð.

Tvennir tónleikar verða haldnir, í Hörpu og Hallgrímskirkju, þar sem verk Önnu fyrir hljómsveit og kór verða flutt. Anna hefur skipað sér í fremstu röð tónskálda á heimsvísu undanfarin ár. Tónleikarnir í Hallgrímskirkju voru valdir á lista BBC Music Magazine yfir áhugaverðustu tónleika í Evrópu í vetur. 

Lesa meira

27. september 2023 : Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands


Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld.

26. september 2023 : Mögulegt verkfall hljóðfæraleikara 28. september

Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í lok síðustu viku að boða til verkfalls, en kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Fyrsta vinnustöðvunin er fyrirhuguð 28. september en verið er að leita allra leiða til að ekki komi til verkfalls.

Lesa meira