EN

Konsertþrenna með Emmanuel Pahud

Áskrift að tónleikaröð eða Regnbogakorti tryggir þér öruggt sæti á besta verðinu með 20% afslætti
Dagsetning Staðsetning Verð
14. sep. 2023 » 19:30 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa 3.000 - 9.200 kr.

Emmanuel Pahud er einn fremsti flautuleikari samtímans, heimsþekktur fyrir sinn „gullna og flæðandi tón“ (Guardian). Hann er afar eftirsóttur sem einleikari og hefur hljóðritað og gefið út yfir 40 hljómplötur undir merkjum Warnerútgáfurisans. Þá hefur Pahud gegnt stöðu leiðandi flautuleikara hinnar virtu Fílharmóníusveitar Berlínar frá árinu 1993, þegar hann var aðeins 22 ára. 

Það er því sérstakt fagnaðarefni að fá að hlýða á Pahud leika þrjá ólíka flautukonserta á sömu tónleikum, en verkin eru stutt og grípandi hvert á sinn hátt: Odelette eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns byggir á töfrandi tyrkneskum áhrifum, I hear the water dreaming eftir japanska meistarann Toru Takemitsu er draumkennt og heimspekilegt í senn og Concertino eftir hina frönsku Cecile Chaminade er rómantískt glæsiverk af bestu gerð. 

Tónleikarnir hefjast á Forleik að síðdegi skógarpúkans eftir Claude Debussy. Þar er þverflautan ekki síður í forgrunni enda er hún samkvæmt goðsögninni hljóðfæri hins dulúðuga skógarpúka. Seinni hluti tónleikanna er helgaður fyrstu sinfóníu Brahms, umfaðmandi stórvirki sem tók tónskáldið rúm 20 ár að fullklára. 

Sækja tónleikaskrá