EN

Listrænn ráðgjafi

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að listrænum ráðgjafa í 50% starf til eins árs. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í yfir 74 ár og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hljómsveitin hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr ólíkum greinum tónlistar. Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsmannafjöldi SÍ er rúmlega 100 manns. Nánari upplýsingar á sinfonia.is.

Listrænn ráðgjafi
Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) leitar að listrænum ráðgjafa í 50% starf til eins árs. Við leitum að skapandi, skipulögðum, drífandi og öflugum einstaklingi sem hefur breiða þekkingu og ástríðu fyrir tónlist og unun af því að vinna með fólki.

Starfssvið
Ábyrgð á mótun og framkvæmd listrænnar stefnu SÍ.
 Listræn ráðgjöf við framkvæmdastjóra, listrænan stjórnanda og stjórn.
Listræn ráðgjöf við fræðslustjóra og markaðsstjóra.
Formennska í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar.
Vinnur tillögur að dagskrá hljómsveitarinnar.
Samningagerð við listafólk.
Aðkoma að árlegri starfsáætlun og vinnuáætlun.

Hæfniskröfur
Yfirgripsmikil tónlistarþekking með áherslu á sígilda tónlist og samtímatónlist.
Góð þekking á starfsemi sinfóníuhljómsveita, hljómsveitarstjórum og einleikurum/einsöngvurum.
Framúrskarandi samskiptahæfni.
Sjálfstæði, drifkraftur og frumkvæði í starfi.
Góð skipulagshæfni.
Þekking á íslensku tónlistarlífi kostur.
Þekking á starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk. Sinfóníuhljómsveit Íslands áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á https://jobs.50skills.com/hagvangur/is/27870.