EN

Aimard og Stefanovich

Einleiks- og dúótónleikar

Snilld í áskrift! Veldu tvenna tónleika eða fleiri á kortið þitt og þú færð 20% afslátt af miðaverði. Kaupa áskrift
Dagsetning Staðsetning Verð
7. mar. 2021 » 16:00 - 18:00 Norðurljós | Harpa Miðasala ekki hafin

Tamara Stefanovich og Pierre-Laurent Aimard hafa leikið saman á tvö píanó allt frá árinu 2003. Þau hafa haldið tónleika í helstu sölum heims, til dæmis Carnegie Hall og Fílharmóníunni í Berlín, við stórkostlegar undirtektir. Um tónleika þeirra hjóna í Lundúnum árið 2017 ritaði tónlistargagnrýnandi The Guardian: „Það var hreinlega ómögulegt að ímynda sér þetta betur gert.“

Á tónleikum sínum einbeita Aimard og Stefanovich sér gjarnan að tónlist 20. og 21. aldar. Á fyrri hluta tónleikanna í Norðurljósum leika þau einleik sitt í hvoru lagi, en eftir hlé leika þau saman á tvö píanó. Efnisskráin spannar ýmis meistaraverk píanótónlistar síðustu 100 árin, meðal annars eftir Debussy, Bartók og Messiaen. Þessa tónleika má enginn unnandi píanóleiks láta fram hjá sér fara.