EN

25. mars 2024

„Sinfónían í blóma“ hlýtur gullverðlaun FÍT

Kynningarefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands „Sinfónían í blóma“ vann til gullverðlauna á FÍT-keppninni síðastliðna helgi í flokknum Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir. Félag íslenskra teiknara stendur fyrir verðlaunahátíðinni á hverju ári þar sem keppt er um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi.

Takk fyrir samstarfið og innilega til hamingju með verðlaunin Sigurður Ýmir Kristjánsson, Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir og Guðni Þór Ólafsson.