EN

Hljóðfæraleikarar

Ingrid Karlsdóttir

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: ingridkarls (at) gmail.com
Ingrid Karlsdóttir hóf fiðlunám sjö ára gömul og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist með B.M. gráðu vorið 2004. Það ár lék hún einleik í fiðlukonsert Sibeliusar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að prófi loknu hélt hún til Bandaríkjanna og stundaði framhaldsnám í tónlist við Oberlin Conservatory í Ohio þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2007. 


Ingrid hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi meðfram því að vera fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur t.a.m. leikið með Caput hópnum, Kammersveit Reykjavíkur, tekið þátt í upptökum og leikið á tónleikum með hljómsveitunum Múm, Hjaltalín og Amiinu. Árið 2013 ferðaðist hún um heiminn og lék á tónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Ingrid er stofnmeðlimur tónlistarhópsins Kúbus, sem hefur m.a. gefið út hljómdisk með kammerútsetningum á sönglögum Karls O. Runólfssonar.