EN

Hljóðfæraleikarar

Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir Skelton

  • Deild: 1. fiðla
  • Netfang: asagudjonsdottir (at) gmail.com
Geirþrúður Ása hóf fiðlunám aðeins þriggja ára að aldri eftir Suzuki aðferðinni hjá Lilju Hjaltadóttur. Hún lauk fyrstu háskólagráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands hjá Auði Hafsteinsdóttur og hélt þaðan til framhaldsnáms hjá Routa Kroumovitch í Stetson University í Bandaríkjunum og í Vínarborg hjá Boris Kuschnir. Geirþrúður Ása útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Hartt School í University of Hartford, Connecticut árið 2014 undir handleiðslu Anton Miller.

 Á námsárunum hlaut Geirþrúður Ása hlaut meðal annars námsstyrki frá Fulbright, Menningarsjóð Valitor, Menningarsjóð Glitnis, Minningarsjóð Margrétar og Thor Thors hjá American-Scandinavian Foundation. Geirþrúður Ása kemur reglulega fram á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þar má nefna tónleika í Scandinavian House í New York og í Washington D.C., Lincoln Center í New York og einleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins þar sem hún flutti fiðlukonsert Mendelssohn. Einnig hefur hún komið fram í Hörpu á Sígildum Sunnudögum og Tíbrá tónleikaröðinni í Salnum í Kópavogi og Myrkum Músíkdögum. Þá kom kom fram á minningartónleikum um Grenfell Tower brunann í Cadogan Hall í London ásamt eiginmanni sínum, Stuart Skelton.

Hún hefur tekið þátt í flutningi kammertónlistar meðal annars með Caput og Kammersveit Reykjavíkur ásamt því leika með Connecticut Virtuosi kammersveitinni frá 2011-2014. Hún hefur leikið með hljómsveit Íslensku Óperunnar og Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2014. Einnig hefur hún sinnt stöðu gestakonsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undanfarin misseri. Geirþrúður Ása stofnaði Amaranth dúóið með Christopher Ladd, gítarleikara árið 2015 og hafa þau komið fram meðal annars á tónleikum í Mengi, Nordic Heritage Museum í Seattle, Birkman Hall í Connecticut og í Boston á Artist Series hjá Boston Classical Guitar Society. Þau hafa frumflutt fjölda verka bæði hérlendis og erlendis.

 Geirþrúður Ása hefur tekið upp plötur meðal annars með Björk, Ólafi Arnalds, Friðrik Ómari og Halldóri Smárasyni en platan hans, STARA var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2020. Hún hefur einnig unnið náið með Hilmari Erni Hilmarssyni og tekið upp tónlist hans fyrir fjölmargar kvikmyndir síðustu ár.

Geirþrúður Ása hlaut fastráðningu í fyrstu fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2021.