EN

Hljóðfæraleikarar

Hekla Finnsdóttir

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: heklafinns ( @ ) gmail ( . ) com
Hekla Finnsdóttir er fædd 1995 og hóf fiðlunám 4 ára gömul eftir Suzuki-aðferðinni hjá Lilju Hjaltadóttur. Seinna tók Guðný Guðmundsdóttir við sem kennari hennar og sem nemandi hennar lauk Hekla diplóma-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Eftir LHÍ fékk Hekla inngöngu í Det Kongelige Danske Musikkonservatorium þar sem hún lauk bæði Bachelor- og Masters-gráðum undir handleiðslu Michael Malmgreen. Á námsárunum spilaði Hekla í mörgum masterklössum og námskeiðum fyrir hina ýmsu fiðluleikara, þar á meðal Gerhard Schulz, Joseph Swensen, Ilya Gringolts, Ray Chen og Milan Vitek.


Á námsárunum hlaut hún nokkra styrki svo sem Ingjaldssjóð og A. P. Møllers fond for Islandske studerende i Danmark. Í gegnum tíðina hefur Hekla haft mikinn áhuga á að spila í sinfóníuhljómsveitum og lagði mikið kapp á að öðlast góða reynslu frá unga aldri. Hekla spilaði með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands árin 2009-2015 og var konsertmeistari sveitarinnar árin 2013 og 2014. Einnig hlaut hún inngöngu Orkester Norden á árunum 2013-2016 og spilaði ýmist sem leiðari eða í tutti stöðum. Meðan Hekla stundaði nám sitt í Kaupmannahöfn kom hún að stofnun kammersveitarinnar Elju og situr enn í stjórn þar. 

Hekla hlaut fastráðningu við Sinfóníuhljómsveit Íslands haustið 2023.