Hljóðfæraleikarar
Júlíana Elín Kjartansdóttir
- Deild: 1. fiðla
- Netfang: ognibene ( @ ) tono ( . ) is
Júlíana fékk sitt tónlistaruppeldi í Barnamúsíkskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Kennarar hennar í fiðluleik voru Gýgja Jóhannsdóttir, Ingvar Jónasson og Björn Ólafsson. Að loknu námi á Íslandi lá leiðin til Tónlistarháskólans í Osló og síðar til Lundúna þar sem Júlíana sótti einkatíma hjá Bela Katona og Manough Parikian um fjögurra ára skeið. Starfsferill Júliönu á Íslandi hófst með lausamennsku í S.Í.á námsárunum en fastráðin varð hún árið 1981. Síðan hefur hún starfað með hljómsveitinni og einnig leikið m.a. með Hljómsveit íslensku óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur og Kammersveit Langholtskirkju. Auk þess stofnaði Júlíana ásamt öðrum félögum úr S.Í. "Júlíkvartettinn" sem leikur við ýmis tækifæri. Á 9.áratugnum var Júlíana ásamt eiginmanni sínum Joseph Ognibene meðlimur í "Colorado Music Festival Orchestra", sinfóníuhljómsveit sumartónlistarhátíðar sem haldin er í Boulder í Coloradofylki ár hvert.