Hljóðfæraleikarar
Sigrún Eðvaldsdóttir
- Deild: 1. fiðla
- Starfsheiti: 1. konsertmeistari
Hún stofnanaði og var 1. fiðluleikari Miami-strengjakvartettsins frá 1988-1990 og var gestaleiðari hjá konunglegu dönsku óperunni í Kaupmannahöfn um skeið 2012-2013.
Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra fiðlukeppna; varð í öðru sæti í Leopold Mozart keppninni árið 1987, hlaut bronsverðlaun í Síbelíusar-keppninni árið 1990 og önnur verðlaun í Carl Flesch keppninni árið 1992. Sama ár hlaut hún bjartsýnisverðlaun Brøste. Hennar er getið sem eins af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth: Violin Virtuosos from Paganini to the 21st Century.
Hún hefur gegnt stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 og margoft komið fram sem einleikari með hljómsveitinni. Árið 1998 var Sigrún sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar.