EN

Hljóðfæraleikarar

Kristján Matthíasson

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: kmatt ( @ ) internet ( . ) is
Kristján Matthíasson lauk fiðlukennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985, þar sem Rut Ingólfsdóttir var kennari hans. Framhaldsnám stundaði hann hjá Kati Sebestyen við Brabants Conservatorium í Tilburg Hollandi og lauk þaðan prófi árið 1991. Samhliða náminu lék hann sem lausamaður með Útvarpshljómsveitinni í Brussel og Orchestre Philharmonique de la communauté europeénne. Eftir heimkomuna 1991 hefur Kristján kennt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Árið 1996 var Kristján ráðinn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hann hefur starfað síðan. Einnig hefur Kristján leikið með Kammersveit Reykjavíkur, Hljómsveit Íslensku óperunnar og fleirum. Kristján er meðlimur í Sardas strengjakvartettinum.