EN

Hljóðfæraleikarar

Margrét Þorsteinsdóttir

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: margret.thorsteinsdottir ( @ ) gmail ( . ) com
Margrét Þorsteinsdóttir lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 og frá Musikhochschule Freiburg í Þýskalandi árið 1988. Hún lauk kennara og meistaraprófi Musikakademie der Stadt Basel í Sviss árið 1994. Einnig sótti hún einkatíma í Sviss og Þýskalandi á árunum 1991 - 1993. Margrét hefur leikið með hljómsveit Íslensku óperunnar og hefur verið kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hún lék fyrst með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1991 en hefur verið fastráðin frá árinu 1999.