EN

Hljóðfæraleikarar

Ólöf Þorvarðsdóttir

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: vindurinndansandi ( @ ) gmail ( . ) com
Ólöf Þorvarðsdóttir hóf fiðlunám í Tónlistarskóla Reykjavíkur 13 ára gömul og  lauk burtfararprófi hjá Guðný Guðmundsdóttur 1986. Hún lauk BM-prófi 1989 og MM-prófi 1991 í fiðluleik frá New England Conservatory of Music í Boston undir handleiðslu Masuko Ushioda og Michel Auclair. Ólöf lauk MA í alhliða listaþerapíu (expressive arts therapy) frá Lesley College í Cambridge árið 1993 og fékk löggildingu 1998.

Ólöf var fiðluleikari í  Deborah Abel Dance Company í Cambridge og einnig með Playback Theatre (þerapíu leikhús) í Boston. Á árunum 1992-1997 í Boston kenndi hún börnum 2-5. ára tónlist og dans og  var með fiðlustúdíó. Hún vann í fullu starfi sem listaþerapisti í Bournewood Hospital í Brookline, MA í 2. ár og síðan í  Fresh pond Day Treatment program næstu 2. árin. Seinustu 10. árin hefur hún kennt við Tónskóla Do Re Mí í vesturbænum í Reykjavík. Ólöf var fastráðin í Sinfóníuhljómsveit Íslands haustið 2000. Á sumrin er hún lífrænn saladbóndi við Elliðavatn og elskar að horfa á fuglana á vatninu.