Hljóðfæraleikarar
Sigurlaug Eðvaldsdóttir
- Deild: 2. fiðla
- Netfang: silla.e ( @ ) simnet ( . ) is
Sigurlaug nam fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og útskrifaðist þaðan árið 1983. Framhaldsnám stundaði hún í Manhattan School of Music í New York hjá Ani Kavafian. Eftir námið starfaði hún í 5 ár við sinfóníuhljómsveit í Mexíkó. Frá haustinu 1994 hefur Sigurlaug starfað í Sinfóníhljómsveit Íslands. Hún er meðlimur í ýmsum tónlistarhópum eins og Kammersveit Reykjavíkur og Cammerarctica. Sigurlaug spilar einnig reglulega á vegum Kammermúsíkklúbbsins og í Íslensku óperunni.