EN

Hljóðfæraleikarar

Þórdís Stross

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: salt8 ( @ ) simnet ( . ) is

Þórdís Stross hóf fiðlunám í Barnamúsíkskólanum hjá Gígju Jóhannsdóttur.  Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 þar sem Mark Reedman var lengst af hennar kennari. Eftir það hélt hún til Þýskalands í framhaldsnám þar sem hún lærði hjá prófessor Josef Märkl í Köln og Oscar Yatco í tónlistarháskólanum í Hannover.  

Hún hefur alla tíð unnið mikið með tónlistarnemendum og verið lengi í kennslu, lengst af við Allegro Suzuki-tónlistarskólann. Þórdís hefur sótt tíma og námskeið hér heima og erlendis og starfað með ýmsum tónlistarhópum. Þórdís hefur verið fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1990.