EN

Hljóðfæraleikarar

Þórunn Ósk Marínósdóttir

  • Deild: Víóla
  • Starfsheiti: leiðari
  • Netfang: totamarinos ( @ ) gmail ( . ) com
Þórunn Ósk Marinósdóttir lauk meistaraprófi með láði frá Tónlistarháskólanum í Brussel árið 1996 undir handleiðslu hr. Ervin Schiffers. Meðan á dvöl hennar í Belgíu stóð starfaði hún mikið með þarlendum kammerhópum og kammersveitum. Má þar nefna að frá 1994-1997 gegndi hún stöðu leiðara í kammersveitinni Prima la Musica og árið 1998 var hún meðlimur í tónlistarhópnum I Fiamminghi, undir stjórn Rudolfs Werthens. Hún kom einnig fram sem einleikari með áðurnefndri kammersveit Prima la Musica. Síðan 1998 hefur Þórunn verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og verið meðlimur í Kammersveit Reykjavíkur. Hún kemur reglulega fram sem einleikari og hefur starfað ötullega á sviði kammertónlistar hérlendis í Reykjavík og á tónlistarhátíðum í Mývatnssveit, Skálholti, Reykholti og Kirkjubæjarklaustri.