EN

Hljóðfæraleikarar

Jacek Karwan

  • Deild: Bassi
Jacek Karwan stundaði nám við Univeristät der Künste í Berlin og Hochschule für Musik í Basel. Jacek hefur komið víða fram og m.a. leikið einleik með Podlasie fílharmóníunni, Reykjavík Midsummer Music tónlistarhátíðinni og á Euro kammertónlistarhátíðinni. Á námsárunum lék Jacek með hljómsveitum á borð við musicAeterna Orchestra, Gstaad Festival Orchestra, Gustav Mahler Jugendorchester, European Union Youth Orchestra og Pacific Music Festival Orchestra og kom m.a. fram á BBC Proms, Edinborgarhátíðinni, Salzburger Festspiele og Schleswig-Holstein tónlistarhátíðinni. Hann hefur leikið undir fjölda þekktra stjórnenda, m.a. Sir Neville Marriner, Fabio Luisi, Neeme Järvi, Vladimir Ashkenazy, Teodor Currentzis og Philippe Jordan. Jacek er einn af stofnendum Polish Soloist Ensemble og hefur verið mjög virkur í Íslensku tónlistarlífi, meðal annars leikið í hljómsveit Íslensku óperunnar og með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Jacek var áður leiðari við Gorzow fílharmóníuna en er nú fastráðinn hljóðfæraleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.