EN

Hljóðfæraleikarar

Guðrún Þórarinsdóttir

  • Deild: Víóla
  • Netfang: violafinaviola (at) gmail.com

Guðrún Þórarinsdóttir lauk burtfararprófi á víólu við Tónlistarskólann á Akureyri 1981 og hóf síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hún sem fiðlukennari 1983 og lauk einleikaraprófi á víólu ári síðar. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Aachen í Þýskalandi, hjá Professor Hariolf Schlichtig, auk þess sem hún kenndi á fiðlu og víólu við „Musikschule der Stadt Bonn“. Hún hefur auk þess sótt ýmis námskeið og kennt sjálf á námskeiðum. Hún hefur sérhæft sig í kennslu ungra fiðlu- og víólunemenda samkvæmt Suzuki aðferðinni. 

Guðrún hefur leikið með hljómsveitum bæði erlendis og á Íslandi, auk þess að leika kammertónlist með ýmsum hópum. Hún kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri 1987-1997 og hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, sem nú heitir SinfoniaNord, frá stofnun hennar.

Hún er fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1999 og kennir við Tónlistarskóla Garðabæjar.