EN

Hljóðfæraleikarar

Sarah Buckley

  • Deild: Víóla
  • Netfang: scrbuckley ( @ ) gmail ( . ) com
Sarah Buckley stundaði nám við háskólann í Manchester þaðan sem hún lauk BMus-gráðu. Auk víóluleiks og fræðigreina nam hún fiðlu-, píanó- og óbóleik. Að loknu námi í Manchester hlaut hún námsstyrk til framhaldsnáms við Royal Academy of Music í London. Eftir tveggja ára nám var hún ráðin tímabundið til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en fór síðan aftur til Englands og vann sem víóluleikari í lausamennsku með ýmsum hljómsveitum í London og víðar. Hún hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1992 og auk þess spilað með minni hópum, t.d. Kammersveit Reykjavíkur. Hún kennir einnig á víólu samkvæmt Suzuki-kennsluaðferðinni við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigurveins.