EN

Hljóðfæraleikarar

Þórarinn Már Baldursson

  • Deild: Víóla
  • Netfang: thorarinnmar ( @ ) yahoo ( . ) com
Þórarinn Már Baldursson fæddist á Húsavík og ólst upp í Aðaldal. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Kristmundssyni og Helgu Þórarinsdóttur og í Stuttgart hjá Prof. Hermanni Voss.

Þórarinn hefur verið fastráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2002. Hann hefur leikið reglulega með hljómsveit Íslensku óperunnar ásamt stórum og smáum kammerhópum, s.s. Caput, Kammersveit Reykjavíkur, Elektru, adapter, Kammersveitinni Ísafold, Ísafoldarkvartettinum og Kúbus.

Þórarinn myndskreytir barnabækur í hjáverkum, þar á meðal bækurnar um Maxímús Músíkús. Hann hefur verið tilnefndur til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar, og bækur sem hann hefur myndskreytt hlotið sömu verðlaun, Fjöruverðlaunin og Íslensku barnabókaverðlaunin og verið þýddar á fjölmörg tungumál.