EN

Hljóðfæraleikarar

Sigurgeir Agnarsson

  • Deild: Selló
  • Starfsheiti: leiðari
  • Netfang: sigurgeir ( @ ) tono ( . ) is

Sigurgeir Agnarsson er leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hóf nám á selló hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskóla Garðabæjar og lauk síðar einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Frekara nám stundaði hann við New England Conservatory of Music í Boston og Robert Schumann Tónlistarháskólann í Duesseldorf.

Sigurgeir er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík. Einnig er hann einn af stofnendum Alþjóðlegu Tónlistarakademíunnar í Hörpu.

Sigurgeir hefur komið fram sem einleikari m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands, Bochumer Symphoniker, Kammersveit Reykjavíkur og Blásarasveit Reykjavíkur. Þess utan hefur Sigurgeir hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi og komið reglulega fram á hinum ýmsu tónleikum víða um land sem og erlendis. Frá árinu 2013 er hann listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar.