EN

Hljóðfæraleikarar

Steiney Sigurðardóttir

  • Deild: Selló
  • Starfsheiti: STAÐGENGILL LEIÐARA Í LEYFI
Steiney Sigurðardóttir er fædd árið 1996. Hún hóf sellónám 5 ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni og var nemandi hans í átta ár við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk framhaldsprófi vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran, aðeins 16 ára gömul. Við nám sitt í Tónlistarskóla Sigursveins fékk Steiney sérstök verðlaun fyrir hæstu einkunn á miðstigi og 6.stigi. Frá áramótum 2013 til ársins 2015 var hún nemandi Sigurgeirs Agnarssonar við Listaháskóla Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist með burtfararpróf. Steiney hlaut styrk Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur og fyrir burtfararpróf sitt. Hún hóf nám 2016 í Tónlistarháskólanum í Trossingen þar sem hún lærði í fjögur ár undir handleiðslu Prof. Francis Gouton. Steiney hefur leikið einleik með Hljómsveit Tónlistarskóla Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Steiney gegnir stöðu uppfærslumanns leiðara í sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands auk þess að vera meðlimur í kammersveitinni Elju og Dúó Eddu.