EN

Hljóðfæraleikarar

Margrét Árnadóttir

  • Deild: Selló
Margrét Árnadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hún stundaði framhaldsnám við Juilliard skólann í New York og útskrifaðist þaðan með bakkalárgráðu árið 2004 og meistaragráðu árið 2006. Margrét hlaut fastráðningu í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2008. Hún hefur einnig leikið með hljómsveit Íslensku Óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur og hinum ýmsu kammerhópum og er meðlimur í Elektra Ensemble.