EN

Hljóðfæraleikarar

Greta Guðnadóttir

  • Deild: 2. fiðla
  • Netfang: gretagudna ( @ ) gmail ( . ) com
Greta lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, Mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York 1987 og doktorsprófi frá Florida State University í Flórídafylki 1995. Doktorsritgerð hennar er um fiðlutónverk eftir íslensk tónskáld.
Greta var leiðari annarrar fiðludeildar SÍ frá 1992-2012 en steig þá til hliðar og gegnir síðan stöðu almenns fiðluleikara. 

Greta kennir í Tónskóla Sigursveins samkvæmt Suzuki-kennsluaðferðinni ungum fiðlunemendum en hefur jafnframt kennt framhaldsnemendum við þann skóla. Hún hefur verið virk í flutningi kammertónlistar, leikið í ýmsum kvartettum og einnig með CAPUT-hópnum. Greta hefur mikinn áhuga á reiðhjólatúrum, fjalla- og eldamennsku.