EN

Hljóðfæraleikarar

Joseph Ognibene

  • Deild: Horn
  • Netfang: ognibene ( @ ) tono ( . ) is
Joseph Ognibene er fæddur og uppalinn í Los Angeles og hóf tónlistarnám einungis 7 ára gamall, fyrst á píanó og síðar á horn. Hann útskrifaðist með cum laud- gráðu frá Pomona College og hélt námi áfram við Folkwang Hochschule für Musik í Essen undir stjórn Hermann Baumann. Joseph Ognibene vann til verðlauna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni Vor í Prag, árið1978. Að loknu framhaldsnámi í Los Angeles var hann ráðinn hjá Sinfóníuhljómsveitinni og hefur oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem einleikari. Joseph Ognibene er meðlimur í Kammersveit Reykjavíkur, stofnmeðlimur Blásarakvintetts Reykjavíkur og hefur gert margar upptökur með þeim og SÍ á vegum BIS, Naxos og Chandos. Hann kom fram sem einleikari á hornþinginu í Lahti sumarið 2002.