EN

Hljóðfæraleikarar

Stefán Jón Bernharðsson

  • Deild: Horn
  • Starfsheiti: leiðari
  • Netfang: stefanjbw ( @ ) gmail ( . ) com
Stefán Jón Bernharðsson Wilkinson útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með einleikarapróf vorið 1998 en kennari hans þar var Joseph Ognibene. Þá hélt hann til Osló og hóf nám við Tónlistarháskólann í Noregi (Norges Musikkhøgskole) undir leiðsögn Frøydísar Ree Wekre. Stefán hefur nú þegar lokið Cand.Mag-gráðu við skólann en kemur til með að ljúka framhaldsnámi á einleikarabraut skólans næsta vor. Stefán hefur verið fastráðinn meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Ísland frá árinu 2000 og hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi hér á landi jafnt sem erlendis. Stefán hefur m.a. komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur og upptaka hefur verið gerð af einleik hans með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir Ríkisútvarpið.