Hljóðfæraleikarar
Eiríkur Örn Pálsson
- Deild: Trompet
- Starfsheiti: staðgengill leiðara
- Netfang: heirikur ( @ ) talnet ( . ) is
Eiríkur Örn nam trompetleik hjá Páli P. Pálssyni og við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist með BA gráðu frá Berklee College of Music í Boston og MFA gráðu frá CalArts í Los Angeles. Eiríkur Örn frumflutti trompetkonsert eftir Jónas Tómasson með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hann leikur reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og hefur hljóðritað með þeim trompetkonsert eftir J. F. Fasch. Eiríkur Örn erhefur verið meðlimur CaputCAPUT- hópsins frá upphafi. Nýlega kom út hljómdiskurinn “Trompeteria” þar sem hann leikur ásamt öðrum trompetleikara og organista tónlist fyrir trompet og orgel. Trompetleik Eiríks Arnar hefur mátt heyra á leiksýningum og í Íslensku óperunni auk þess sem hann hefur leikið í hljóðverum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og hjómdiskaútgáfur. Hann kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarskóla FÍH og Listaháskóla Íslands.